Lög NESU

NAFN, TILGANGUR OG FÉLAGAR

1.gr. Nafn félagsins er NESU-Iceland (Nordiska Ekonomie Studerandes Union), félag viðskiptafræði og hagfræðinema á Norðurlöndunum. Aðsetur félagsins eru í Odda við Sturlugötu.

1,5gr.  Undanþágur leyfilegar ef það er við hæfi með samþykki stjórnar

2.gr. Tilgangur félagsins er að auka samskipti og tengsl milli viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndunum. Félagið sér um dreifingu gagnkvæmra upplýsinga, ráðstefnum, nemendaskiptum og árlegri NESU viku.

3.gr. Félagar eru allir þeir sem sótt hafa ráðstefnu á vegum NESU og eru við nám í viðskipafræði- eða hagfræðideild Háskóla Íslands

4.gr. Allar tilkynningar í nafni NESU sem sendar eru í tölvupósti til nemenda skulu einnig hafa enskan úrdrátt ef það á við

STJÓRN OG NEFNDIR

5.gr. Æðsta vald, Milli aðalfunda, í málefnum félagsins og þeirra nefnda sem starfa innan þess skal vera í höndum stjórnar félagsins, sem skal skipuð viðskipta- og/eða Hagfræðinemum við Háskóla Íslands; formanni, ritara, gjaldkera ásamt kynningarfulltrúa

6gr. Alþóðafulltrúi Mágusar er tengiliður Stjórn NESU-Iceland við nemendafélagið

7.gr. Stjórn félagsins ræður málefnum þess með þeim takmörkum sem lög þessi setja. Falli atkvæði jöfn á stjórnarfundum, ræður atkvæði formanns úrslitum.

8.gr. Ef stjórnarmaður NESU-Iceland fær á sig vantraustsyfirlýsingu frá stjórn, skal hann umsvifalaust víkja sæti ef einróma samþykki annarra stjórnarmanna hlýst. Ef félagsmaður NESU-HÍ hyggst lýsa vantrausti á meðlim stjórnar skal sá hinn sami leggja fram skriflega beiðni til stjórnar, með undirskrift 30% félagsmanna hið minnsta. Skal umræddur stjórnarmaður þá umsvifalaust víkja sæti sínu.

STARFSEMI

9.gr. Kynning á NESU skal haldinn í hverri nýnemaferð Mágusar um næstu ráðstefnur og starfsemi á Íslandi

10.gr. Það skal að minnsta kosti halda Einn viðburð í anda NESU-Iceland fyrir viðskipta og hagfræðinema við háskóla Íslands á hverri önn

AÐALFUNDUR

11.gr. Aðalfundur skal haldinn í lok mars eða byrjun apríl ár hvert.

12.gr. Til aðalfundar skal boðað með áberandi auglýsingu á heimasíðu félagsins og auglýst vel. Boðað skal til aðalfundar með minnst 2 vikna fyrirvara. Skal auglýst eftir lagabreytingartillögum og framboðum til stjórnarkjörs með sama fyrirvara. Tillögum til lagabreytinga og framboðum skal skilað til stjórnar NESU minnst viku fyrir aðalfund. Framboð til stjórnarkjörs skulu leyfð á aðalfundi aðeins ef enginn framboð hafa borist til viðkomandi starfa.

13.gr. Tillögur til lagabreytinga skulu kynntar 2 dögum fyrir aðalfund með áberandi hætti. Til samþykkis lagabreytinga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

14.gr. Dagskrá aðalfundar skal vera:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  3. Umræður um skýrslur og reikninga.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár.
  6. Hin nýkjörna stjórn tekur formlega við völdum
  7. Önnur mál.

15. gr Skuli stjórnarmeðlimur víkja  vegna einhverra ástæðna skal  stjórn NESU útnefna nýjan stjórnarmeðlim

ÖNNUR MÁL

16.gr. Tekjuafgangi skal ráðstafað að öllu leyti til viðtakandi stjórnar.

17.gr. Starfsár og reikningsár miðast við aðalfund.

18.gr. Í lok hvers skólaárs skal fráfarandi stjórn gera ítarlega skýrslu um allt starfsárið. Tilgangur hennar er að koma upplýsingum til næstu stjórnar. Það skal tala um hvern atburð fyrir sig og tekið fram hvað heppnaðist vel og hvað ekki. Einnig skal hvert embætti skila af sér greinagóðri lýsingu af sínu starfi. Þessu skal skilað fyrir 1. júní ár hvert.

19.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Með þeim eru úr gildi felld öll eldri lög félagsins.